Enskir skólar opnaðir og strandir troðfullar

01.06.2020 - 09:09
Erlent · COVID-19 · Evrópa
epa08456192 People enjoy the sunshine on a beach at Ruislip Lido at a reservoir in Ruislip, Britain, 31 May 2020. From June 01 the British government has stated that six people can now meet together at a park or private garden as lockdown continues to ease.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Námsmenn í Englandi gátu snúið aftur í skóla sína í dag í fyrsta skipti eftir að skólum var lokað í vor til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Óljóst er þó hversu margir setjast á skólabekk í dag. Skólastjórnendur voru spurðir spjörunum úr í nýrri viðhorfskönnun. Þeir gera ráð fyrir að foreldrar hátt í helmings grunnskólabarna haldi þeim heima í fyrstu. Margir hafa gagnrýnt opnun skólanna þar sem faraldurinn sé enn það alvarlegur að mikil hætta sé fyrir hendi.

Skólar verða enn lokaðir í Skotlandi, Wales og á Norður Írlandi vegna þess að stjórnvöld í þeim hlutum Bretlands telja ekki óhætt að opna skólana strax. Skotar hyggjast hefja skólahald á ný í ágúst og Norður-Írar í september. Walesverjar hafa ekki gert upp við sig hvenær skólahald hefst á ný. 

Þrátt fyrir að deilt hafi verið á opnun enskra skóla hefur almenningur ekki talið eftir sér að fara á ströndina. Þær voru margar þéttsettnar í gær og ekki að sjá að fólk hefði miklar áhyggjur af smiti.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi