Allt að sextán stiga hiti

01.06.2020 - 07:50
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson
Það verður fremur hæg suðvestanátt í dag, að mestu skýjað um vestanvert landið með skúrum, einkum fyrri hluta dags, en víða bjartviðri austantil. Hiti verður á bilinu átta til sextán stig, hlýjast á Austurlandi.

Hægt vaxandi suðvestanátt á morgun, átta til fimmtán metrar á sekúndu síðdegis og hlýnar heldur. Dálítl væta vestantil á landinu en léttskýjað eystra. Útlit fyrir milda vestlæga átt á miðvikudag með súld á köflum, en þurrt á austanverðu landinu.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi