Clint Eastwood 90 ára

epa08452270 (FILE) - US director Clint Eastwood attends the premiere of 'Hereafter' at the 35th annual Toronto International Film Festival in Toronto, Canada, 12 September 2010 (reissued 29 May 2020). Eastwood will celebrate his 90th birthday on 31 May 2020.  EPA-EFE/WARREN TODA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Clint Eastwood 90 ára

31.05.2020 - 18:44

Höfundar

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Clint Eastwood fagnar í dag 90 ára afmæli.

Clint Eastwood er ein af stóru goðsögnum Hollywood. Hann er ekki maður margra orða, meira svona hin þögla hetja, eða andhetja, hvort sem hann hefur brugðið sér í hlutverk kúreka eða löggu.

Clint hefur leikið í meira en 70 kvikmyndum, og er enn að. Hann hefur leikstýrt 38 myndum og bara frá því að hann blés á 80 kerti á afmælistertunni, árið 2010, hefur hann leikstýrt 8 kvikmyndum.

Clint hefur fjórum sinnum fengið Óskar, tvisvar fyrir leikstjórn og tvisvar fyrir bestu mynd ársins; fyrir Unforgiven árið 1993 og Million Dollar Baby árið 2005, þá 75 ára gamall, auk ótal tilnefninga. Þá má ekki gleyma að hann hefur sjálfur samið tónlistina við margar þeirra mynda sem hann hefur gert.

Tæp 50 ár eru síðan Dirty Harry spurði skíthælinn sem lá á götunni þessarar ódauðlegu spurningar.