Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Pantaðir innbrotsþjófar brutust inn í rangt hús

30.05.2020 - 12:06
Erlent · Ástralía · Glæpir · Innbrot
epa05686129 Police attend the scene where a house was raided in Meadow Heights in Melbourne, Victoria, 23 December 2016. Australian police announced on 23 December the arrest of seven people in connection to an alleged Christmas Day plot targeting central
 Mynd: EPA
Ástrali var á dögunum sýknaður fyrir innbrot vopnaður sveðju. Hann ætlaði að brjótast inn í annað hús eftir pöntun, binda húsráðanda og strjúka með kústi. Dómarinn í málinu sagði málið vissulega óvenjulegt.

Þetta var í júlí í fyrra í Nýju Suður Wales í Ástralíu. Á ónafngreindi facebook-síðu höfðu tveir menn gert með sér samkomulag. Annar þeirra vildi borga hinum 5000 ástralska dollara fyrir að brjótast inn hjá sér, binda sig og strjúka svo hátt og lágt með kústi. Samkomulagið hugnaðist báðum en örlítillar ónákvæmni gætti við samningsgerðina hjá kaupandanum, að því er virðist. Honum láðist nefnilega að nefna það við hinn pantaða innbrotsþjóf að hann stæði í flutningum. Hann flutti eina 50 kílómetra í burtu og seldi hitt húsið sitt.

Nýji íbúi hússins var þess vegna með öllu grunlaus þegar hann vaknaði einn morguninn við að tveir menn stóðu við rúm hans vopnaðir sveðjum, sem síðar reyndust reyndar vera leikmunir. Leikmunir sem áttu víst að vera hluti af þjónustunni, líkt og fram kom í lögregluskýrslum. 

 „Fyrirgefðu félagi“ voru víst orðin sem mennirnir með sveðjurnar kvöddu hinn grunlausa nývaknaða mann með áður en þeir óku til fundar við kaupandann til að klára pantað verk. Þar voru þeir handteknir. Þeir hafa nú verið sýknaðir af ásökunum um vopnað innbrot en dómarinn í málinu sagði málið sannarlega óvenjulegt

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV