Fjórða smitið í röð utan sóttkvíar

30.05.2020 - 13:08
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist - Kr - RÚV
Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Viðkomandi var ekki í sóttkví. Þetta er fjórða slíka tilfellið á skömmum tíma. Smitið greindist hjá íslenskri erfðagreiningu, þar sem 464 sýni voru tekin. Auk þess voru um 70 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Tvö virk smit eru nú í samfélaginu og tveir þar af leiðandi í einangrun. Enginn er á sjúkrahúsi.

Staðfest smit hér á landi eru nú 1806 og tæplega 1800 hafa náð bata.

 

 
solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi