Atvinnulausum fjölgaði um 2 milljónir í Bandaríkjunum

28.05.2020 - 15:54
A man looks at signs of a closed store due to COVID-19 in Niles, Ill., Thursday, May 21, 2020. More than 2.4 million people applied for U.S. unemployment benefits last week in the latest wave of layoffs from the viral outbreak that triggered widespread business shutdowns two months ago and sent to economy into a deep recession. (AP Photo/Nam Y. Huh)
 Mynd: AP
Tvær milljónir og eitt hundrað og tuttugu þúsund skráðu sig atvinnulausa í Bandaríkjunum í síðustu viku. Fjöldi atvinnulausra í landinu er þar með kominn yfir fjörutíu milljónir. Annað eins hefur ekki sést síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar að sögn atvinnumálaráðuneytisins í Washington.

Góðu tíðindin eru þau, að sögn ráðuneytisins, að það hefur dregið úr fjölgun á atvinnuleysisskránni síðustu vikur, þar sem hjól efnahagslífsins eru smátt og smátt að fara að snúast á ný. Hlutfallslega voru 14,5 prósent Bandaríkjamanna á vinnumarkaði án atvinnu í lok annarrar viku maímánaðar.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi