17 ára unglingur verður áfram í gæsluvarðhaldi

28.05.2020 - 16:01
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
17 ára piltur, sem verið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarnar fimm vikur, vegna gruns um alvarlega líkamsárás í Jórufelli í Breiðholti 23. apríl, var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur, til 25. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann var fyrst úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald  24. apríl og síðan í áframhaldandi fjórar vikur. Sá úrskurður rann út í dag. 

Pilturinn er grunaður er um að hafa stungið annan pilt með hnífi, meðal annars í kviðinn. Fórnarlambið hlaut lífshættulega áverka í árásinni.  

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi