Trump hótar að loka samfélagsmiðlum

27.05.2020 - 12:05
Mynd með færslu
 Mynd: EBU
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótar því að setja strangar reglur um samfélagsmiðla eða jafnvel að láta loka þeim. Þetta kemur fram í færslu frá honum á Twitter

Trump er afar ósáttur við sama miðill eftir að Twitter merkti sérstaklega færslu frá honum um komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum og sakar miðilinn um að hafa afskipti af kosningunum.

Nú fyrir hádegi segir í nýrri færslu frá Trump að Repúblikönum þyki samfélagsmiðlar þagga niður í íhaldssömu fólki og þeirra skoðunum. Að þeim sökum hótar hann að setja strangar reglur um miðlana eða hreinlega láta loka þeim.

Í færslunni frá Trump sem Twitter merkti í gær segir hann engar líkur á öðru en að kjörseðlar utan kjörfunda sem sendir eru með pósti leiði til kosningasvindls. Hann telur að póstkössum verði rænt, kjörseðlar falsaðir eða jafnvel prentaðir ólöglega. Twitter ákvað að bregðast við með því að bæta við hlekk neðst í færsluna þar sem fólki býðst að sækja staðreyndir um póstatkvæðseðla. Ef smellt er á hlekkinn leiðir hann fólk inn á síðu þar sem kemur fram að fullyrðingar forsetans eigi ekki við rök að styðjast. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi