Tilkynning reyndist gabb

27.05.2020 - 04:03
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglu tók fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu varðandi tilkynningu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt.

Vísir greinir frá að allt viðbragð hafi verið sett í hefja leit eftir að tilkynnt var að maður hefði fallið í ána. Vísir greinir jafnframt frá að fljótlega hafi komið í ljós að um gabb hafi verið að ræða. 

Manneskjan sem tilkynnti um óhappið fannst og er vistuð í í fangageymslu. 

Haft er eftir Frímanni Birgir Baldurssyni, varðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að tilkynningar af þessu tagi séu alltaf teknar alvarlega. 

Kostnaður af slíkum blekkingum geti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi