Kosta Ríka leyfir hjónabönd samkynhneigðra

27.05.2020 - 03:39
epaselect epa08445421 The 76-year-old activist Marco Castillo (L) and his partner Rodrigo Campos (R) kiss during their wedding, the day that same-sex marriage came into effect in Costa Rica when the 18-month deadline the Supreme Court's Constitutional Chamber gave Congress to legislate on it expired, in the Family Court in San Jose, Costa Rica, 26 May 2020. Costa Rica became the first Central American country to legalize same-sex marriage.  EPA-EFE/JEFFREY ARGUEDAS
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Fyrstu samkynhneigðu pörin hafa verið gefin saman í Kosta Ríka. Hjónabönd fólks af sama kyni eru nú þegar leyfð í Argentínu, Brasilíu, Kolumbíu, Ekvador, Úrugvæ og á nokkrum svæðum í Mexíkó. Kosta Ríka er fyrsta Mið-Ameríkuríkið til að veita öllum jafnan rétt til að ganga í hjónaband.

Ný hjúskaparlög sem tryggja eiga jafnan rétt til að ganga í hjónaband voru sett eftir að stjórnarskrárdómstóll úrskurðaði árið 2018 að bann við slíku væri bæði óréttlátt og andstætt stjórnarskrá.

Fulltrúar nokkurra trúarhópa mótmæltu lagasetningunni og yfir tuttugu þingmenn reyndu hvað þeir gátu að tefja málið. Stjórnarskrárdómstóllinn hafði veitt þinginu átján mánuði til að breyta hjúskaparlögunum.

Carlos Alvarado Forseti Kosta Ríka sagði að með þessu væri verið að viðurkenna réttindi sem sem samkynhneigðir í landinu hefðu alltaf átt skilið að hafa. „Samkennd og ást ættu héðan í frá að vera meginregla og viðmið í okkar landi þar sem rými er fyrir alla” sagði forsetinn í tísti.

Enrique Sánchez, fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður Kosta Ríka, fagnaði breytingunni innilega og hyllti þau sem höfðu um áraraðir barist fyrir að breytingum í þessa átt.

Marco Castillo, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og Rodrigo Campos unnusti hans nýttu sér réttindi nýju hjúskaparlaganna og gengu í hjónaband nánast fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirufaraldursins.

Það voru þó þær Daritza Araya Arguedas og Alexanxra Quirós Castillo sem sem fyrstar gengu í hnapphelduna skömmu eftir miðnætti. Hjónavígsla þeirra var sýnd í sjónvarpi sem hápunktur þriggja klukkustunda langrar dagskrár þar sem hinum nýfengnu réttindum var fagnað.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi