Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Heitavatnslaust á Suðurnesjum

26.05.2020 - 22:55
Mynd með færslu
Reykjanesbær. Mynd úr safni. Mynd:
Heitavatnslaust varð í Njarðvík, Keflavík, Garði og Sandgerði á ellefta tímanum í kvöld vegna bilunar á stofnæð. Gert var ráð fyrir því að það vari í kvöld og nótt eða þar til viðgerð er lokið, að því er fram kemur á Facebook-síðu HS Veitna.

Uppfært 27. maí:

Um mjög stóra bilun var að ræða að sögn Svans Guðmundar Árnasonar, sviðsstjóra vatnasviðs á Suðurnesjum. Hann segir þó að málið hafi verið leyst um klukkan þrjú í nótt og allir hafi því verið komnir með heitt vatn undir morgun.

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV