Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Formaður knattspyrnusambands Haítí í 90 daga bann

Yves Jean-Bart, president of the Haitian Football Federation, wearing a light blue protective face mask, arrives at a courthouse for a hearing regarding allegations that he abused female athletes at the country's national training center, in Croix-des-Bouquets, Haiti, Thursday, May 21, 2020. Players and former players have come forward and accused him of sexual misconduct after he threatened to remove them from the team if they did not accept his advances. Jean-Bart, who has been at the helm of the federation for 20 years, denies any wrongdoing. (AP Photo/Dieu Nalio Chery)
 Mynd: AP

Formaður knattspyrnusambands Haítí í 90 daga bann

26.05.2020 - 04:12
Yves Jean-Bart, formanni knattspyrnusambands Haítí, var í gær vísað úr starfi í 90 daga á meðan rannsókn gegn honum fer fram. Hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á æfingasvæði landsliðs Haítí. Jean-Bart neitar alfarið sök.

Í yfirlýsingu frá alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, segir að samkvæmt greinum 84 og 85 í siðareglum sambandsins sé Jean-Bart bannað að taka þátt í öllu tengdu fótbolta í 90 daga. 

Málið er komið á borð lögreglunnar á Haítí. Ásakanirnar komu fyrst fram í sviðsljósið í apríl. Dómari hefur þegar kallað nokkra starfsmenn knattspyrnusambands Haítí til yfirheyrslu. Breska dagblaðið Guardian birti viðtöl við nokkrar ungar konur í síðasta mánuði. Þar greindu þær frá því að Jean-Bart hafi nauðgað fjölda táningsstelpna síðustu ár. Þær sögðust hafa verið beittar þrýstingi um að þaga um málið. Tvær stúlknanna fóru í þungunarrofsaðgerð eftir að Jean-Bart réðist gegn þeim.

Jean-Bart hefur gegnt stöðu formanns knattspyrnusambands Haítís í tvo áratugi. Hann var sjálfkjörinn til síns sjötta kjörtímabils í febrúar.