Fleiri Talibönum sleppt í dag

26.05.2020 - 08:22
epa08428994 Afghan security officials secure the road leading to the scene of a suicide bomb blast that targeted the office of Afghan National Directorate of Security (NDS) in Ghazni, Afghanistan, 18 May 2020. At least seven people were killed and 40 injured when a suicide bomber detonated an explosives-filled humvee near the NDS office in Ghazni.  EPA-EFE/SAYED MUSTAFA
Afganskir hermenn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Afganistan ætla að sleppa 900 Talibönum í dag á þriðja og síðasta degi vopnahlés samtakanna.

Eitt hundrað Talibönum var sleppt í gær. Talibanar lýstu yfir þriggja daga vopnahléi um helgina í tilefni Eid al-Fitr-hátíðarinnar og stjórnvöld í Kabúl sögðust þá ætla að sleppa allt að tvö þúsund Talibönum í haldi þeirra.

Haft var eftir embættismönnum að vopnahléið hefði að mestu verið virt og hafa vonir vaknað um friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl.  Samkvæmt samkomulagi Talibana og Bandaríkjamanna í febrúar er gert ráð fyrir að stjórnvöld í Kabúl sleppi allt að fimm þúsund Talibönum áður en friðarviðræður hefjist milli þeirra.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi