Úrslit komin í forsetakosningum í Búrúndí

25.05.2020 - 14:49
Ruling party presidential candidate Evariste Ndayishimiye queues to cast his vote in the presidential election, in Giheta, Gitega province, Burundi Wednesday, May 20, 2020. A crucial election has begun in the East African nation of Burundi, where President Pierre Nkurunziza is stepping aside after a divisive 15-year rule but will remain "paramount leader" in the country that continues to reject outside scrutiny. (AP Photo/Berthier Mugiraneza)
 Mynd: AP
Kjörstjórn í Afríkuríkinu Búrúndí greindi frá því í dag að Evariste Ndayishimiye, frambjóðandi stjórnarflokks landsins, hefði sigrað í forsetakosninum sem fram fóru á miðvikudag í síðustu viku. Hann hlaut tæplega 69 prósent atkvæða. Helsti andstæðingur hans, Agathon Rwasa, frambjóðandi Frelsisflokksins fékk rúmlega 24 prósenta fylgi. Kjörsókn var 87,7 prósent.

Vegna þessarar niðurstöðu er ekki þörf á að efna til annarrar umferðar í forsetakosningunum. Fáir erlendir eftirlitsmenn komu til Búrúndí til að fylgjast með framkvæmd kosninganna þar sem stjórnvöld ákváðu að þeir þyrftu að fara í fjórtán daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Agathon Rwasa og fleiri frambjóðendur hafa þegar kvartað yfir framkvæmd kosninganna.

Evariste Ndayishimiye er fyrrverandi hershöfðingi. Stjórnlagadómstóll landsins þarf að staðfesta úrslit kosninganna. Líklegt er að hann sverji embættiseið seint í ágúst. Kjörtímabil forseta Búrúndís er sjö ár.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi