Tilfellum fækkar á Ítalíu

25.05.2020 - 23:35
epaselect epa08441853 The Holy Mass celebrated in the Santa Maria Ausiliatrice's basilica where the rules of social distancing were observed to prevent the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus that causes the COVID-19 disease, Turin, Italy, 24 May 2020.  EPA-EFE/TINO ROMANO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Þrjú hundruð greindust með COVID-19 á Ítalíu síðastliðinn sólarhring og hafa ekki verið færri tilfelli frá því í lok febrúar. Þar eru nú um 55 þúsund virk smit og fer fækkandi en alls hafa rúmlega 230 þúsund greinst með veiruna. Það er svipuð þróun í öðrum Evrópuríkjum og þungamiðja faraldursins er að færast frá Evrópu til Ameríku.

Í Bandaríkjunum hafa nærri hundrað þúsund dáið vegna veirunnar en vöxturinn er einnig hraður í Mexíkó, Chile og Brasilíu. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr gagnsemi tveggja metra reglunnar og þess að fólk haldi sig heima á meðan það versta gengur yfir. Síðasta sólarhring greindust nærri sextán þúsund með veiruna í Brasilíu en þar hafa nú næst flest smit greinst á heimsvísu, rúmlega 370 þúsund. Þau eru rúmlega sautján hundruð þúsund í Bandaríkjunum og þar nálgast dauðsföll vegna veirunnar eitt hundrað þúsund.

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi