Skipulagðri leit að skipverja hætt

25.05.2020 - 14:02
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Skipulagðri leit hefur verið hætt í Vopnafirði að skipverja sem saknað hefur verið í viku. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi kemur fram að björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði haldi áfram með leit á sjó og í fjöru en að dregið verði úr þunga þeirrar leitar og skipulagi. Staðan verður endurmetin þegar líður að næstu helgi og ákvörðun þá tekin um framhaldið.

Sjómaðurinn heitir Axel Jósefsson Zarioh og er á nítjánda aldursári, búsettur í Kópavogi.  

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi