Réttarhöld yfir Netanyahu hefjast í dag

24.05.2020 - 06:42
epa05150115 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu (R) speaks with Minister of Culture Miri Regev (L) during a voting session at the Israeli parliament Knesset in Jerusalem, Israel, 08 February 2016. The Israeli parliament is to vote later on a bill initiated by Israeli right-wing Justice Minister Ayelet Shaked called 'Associations Law'. The law will require human rights organizations funded by foreign countries to declare from which state is the finance and carry an identification tag when they visit the Israeli parliament.  EPA/ABIR SULTAN
 Mynd: ABIR SULTAN - EPA
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mætir í dómssal í dag þar sem réttarhöld gegn honum vegna spillingarmál hefjast. Vika er síðan Netanyahu var svarinn í embætti forsætisráðherra í fimmta sinn. Netanyahu er ákærður fyrir svik, trúnaðarbrest og mútuþægni. Hann neitar alfarið sök og hefur ítrekað sagt ásakanirnar vera nornaveiðar gegn sér og fjölskyldunni. 

Réttarhöldin áttu að hefjast um miðjan mars, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Lögmenn Netanyahus lögðu fram kröfu um að forsætisráðherrann þyrfti ekki að vera viðstaddur upphaf réttarhaldanna. Því var hafnað, en hann ræður því sjálfur hvort hann mætir aðra daga réttarhaldanna, að sögn Deutsche Welle

Sérsveit lögreglu rannsakaði mál Netanyahus í nokkur ár. Að rannsókn lokinni lagði sérsveitin til að forsætisráðherrann yrði ákærður. Ríkissaksóknarinn Avichai Mandelbit birti svo í fyrra ákærur gegn Netanyahu í þremur liðum. Netanyahu er meðal annars sakaður um að hafa þegið gjafir á borð við vindla, bleikt kampavín, skartgripi og flugmiða frá auðugum vinum að andvirði um milljón ísraelskra shekela, jafnvirði um 40 milljóna króna.

Eins er hann sakaður um að hafa reynt að fá eitt stærstu dagblaða Ísraels til þess að fegra umfjöllun sína um hann, gegn því að hann gerði samkeppnisaðila erfiðara fyrir.

Þá er Netanyahu einnig sakaður um að hafa lagt til reglugerðarbreytingar sem komu sér vel fyrir Shaul Elovitch, einn stærsta hluthafann í fjarskiptafyrirtækinu Bezeq. Í staðinn átti Netanyahu og fjölskylda hans að hafa fengið jákvæða umfjöllun í vefmiðlinum Walla, sem er í eigu Elovitch.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi