„Hægt að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt“

24.05.2020 - 12:06
Mynd: Kastljós / RÚV
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segist ekki vera umdeildur en hann hafi sterkar skoðanir. Hann segir að forseti Íslands verði að koma hreint fram og standa með þjóðinni.„Að sjálfsögðu er forsetinn pólitískur og hann verður bara að segja sína skoðun.“ Guðmundur segir að oft myndist gjá milli þings og þjóðar „og forsetinn verður að brúa það bil.“ Hann segir að orkupakkinn hafi ýtt honum út í framboð og að hægt sé að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt.

Þetta kom fram í Silfrinu í dag þar sem forsetaframbjóðendurnir tveir, Guðmundur Franklín og Guðni Th. Jóhannesson,  ræddu um framboð sitt. Hægt er að horfa á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi