Útvarpsfréttir: Skrifuðu yfirvöldum í Tíról

23.05.2020 - 12:14
Tveir Íslendingar, sem höfðu verið í austurríska skíðabænum Ischgl, skrifuðu yfirvöldum í Tíról og greindu frá því að þeir teldu yfirgnæfandi líkur á því að þeir hefðu smitast af COVID-19 í flugi frá Munchen til Keflavíkur. Nánar er fjallað um málið í hádegisfréttum.

 

Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótabótaleið stjórnvalda. Flest fyrirtækin á listanum starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum en á listanum er einnig að finna opinbera aðila, íþróttafélög og þekkt fyrirtæki. 

97 fórust þegar farþegaþota hrapaði í miðju íbúðahverfi í Pakistan í gær. Tveir farþegar lifðu af. 

Þrjátíu prósent fleiri fengu fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ í apríl en í sama mánuði í fyrra. 

Samtök ferðaþjónustunnar segja að stjórnvöld verði að falla frá þeirri kröfu að fyrirtæki leggi út fyrir launum í uppsagnafresti áður en kemur til aðstoðar ríkisins. 

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sem hann lét falla um svart fólk í viðtali í gær. Biden segist sjá eftir ummælunum. 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV