Spánverjar setja boltann af stað í byrjun júní

epa08430494 A handout photo made available by Spanish La Liga soccer club FC Barcelona of players Lionel Messi (L) and Arturo Vidal (R) attending their team's training session at Joan Gamper sports city in Barcelona, Spain, 18 May 2020. Spanish La Liga clubs resumed training sessions complying with strict health measures in the framework of the de-escalation process amid the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/MIGUEL RUIZ / FC BARCELONA HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - FC BARCELONA

Spánverjar setja boltann af stað í byrjun júní

23.05.2020 - 14:08
Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, tilkynnti í dag að efstu deildir í knattspyrnu gætu byrjað að spila frá og með 8.júní. Hlé var gert á öllum deildum í byrjun mars í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

 

Spánverjar hafa farið gríðarlega illa út úr faraldrinum. Forsætisráðherra landsins, Sánchez, fór yfir sviðið og næstu skref og leiðbein­ing­ar heil­brigðis­yf­ir­valda á Spáni á blaðamanna­fundi sem hald­inn var í dag.

Vegna kór­ónu­veirunn­ar hef­ur eng­in knatt­spyrna verið leik­in á Spáni frá því í mars. Nú um stund­ir æfa fé­lög í efstu deild­um á Spáni í 10 manna hóp­um en æf­ing­ar hóf­ust í byrj­un maí.

Það var einungis beðið eftir tilkynningu frá yfirvöldum um hvenær mætti hefja leik í deildunum þar í landi. Flestir höfðu gert ráð fyrir því að það yrði seinna en 8.júní er dagsetningin sem unnið er eftir. 

Ellefu umferðir eru eftir af deildinni en Real Madrid er tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.