Spánverjar opna landamærin í júlí

23.05.2020 - 16:04
Erlent · COVID-19 · Spánn
People enjoy the beach in Barcelona, Spain, Wednesday, May 20, 2020. Barcelona allowed people to walk on its beaches Wednesday, for the first time since the start of the virus lockdown over two months ago. Sunbathing and recreational swimming are still not allowed.  (AP Photo/Emilio Morenatti)
 Mynd: Emilio Morenatti - AP
Spánverjar ætla að opna landamærin sín aftur fyrir ferðamönnum í júlí. Pedro Sanchez forsætisráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag.

Spænsk stjórnvöld hafa í skrefum dregið úr takmörkunum vegna kórónuveirunnar síðan í lok apríl. Á mánudag mega Spánverjar aftur blanda geði við vini og fjölskyldu sem búa innan sama héraðs og í júlí verður ferðamönnum hleypt aftur inn í landið. Nokkuð sem skiptir sköpum fyrir efnahag Spánar, enda heimsækja um áttatíu milljónir ferðamanna landið á ári. 

Spænska deildin hefst á ný

Sánchez, tilkynnti í dag að efstu deildir í knattspyrnu gætu byrjað að spila frá og með 8.júní. Hlé var gert á öllum deildum í byrjun mars í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Leikmenn mega nú æfa í tíu manna hópum en æf­ing­ar hóf­ust í byrj­un maí. Ellefu umferðir eru eftir af deildinni en Real Madrid er tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.

epa08439240 A handout Video-grab photo taken from La Moncloa Palace official broadcasting shows  Spanish Prime Minister, Pedro Sanchez, as he addresses a press conference at La Moncloa Palace, in Madrid, Spain, 23 May 2020. Sanchez reported on situation amid coronavirus lockdown exit plan.  EPA-EFE/LA MONCLOA  HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - LA MONCLOA PALACE
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar.
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV