Sjónvarpsfréttir: Þúsund Pólverjar yfirgefa Ísland

23.05.2020 - 18:53
Tveir farþegar komust lífs af þegar farþegaþota hrapaði í miðju íbúðahverfi í Pakistan í gær. Annar þeirra stökk út úr brennandi þotunni eftir að hún skall til jarðar. Nánar verður fjallað um slysið í sjónvarpsfréttum klukkan 19:00.

Á sjöunda þúsund fyrirtæki nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda en listi yfir þau fyrirtæki sem settu flesta starfsmenn á hlutabætur hefur verið birtur. Fjöldinn sýnir hversu þörfin var brýn, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Um þúsund Pólverjar hafa farið eða eru á leið úr landi vegna kórónuveirufaldursins og afleiðinga hans. Hins vegar eru um hundrað Pólverjar á leið til landsins, margir til að vinna í byggingariðnaði.

Hundrað umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi fá efnislega meðferð hjá Útlendingastofnun vegna kórónuveirufaraldursins. 

Fyrirhugaðar reglur um sjúkdómavarnir í fiskeldi leggjast illa í veiðimenn sem segja atvinnuvegaráðuneytið þjóna hagsmunum norskra fiskeldisfyrirtækja sem þurfa að lúta mun strangari reglum í Noregi.  

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi