Ewing með kórónuveiruna

Mynd með færslu
 Mynd: RUV

Ewing með kórónuveiruna

23.05.2020 - 16:09
Bandaríska NBA goðsögnin Patrick Ewing hefur verið greindur með kórónuveiruna. Körfuboltamaðurinn hefur verið lagður inn á spítala í Washington í einangrun.

 

Ew­ing sem er 57 ára gam­all gerði garðinn fræg­an með New York Knicks á árum áður en þjálf­ar í dag há­skólalið Geor­get­own. Ewing skoraði á ferli sínum tæp 25.000 stig og tók 11.000 fráköst en ferillinn spannar heil sautján ár í sterkustu deild í heimi. Hann vann titil með Georgetown í háskólaboltanum sem leikmaður og þjálfar liðið í dag. Árið 2008 var hann tekinn inn í frægðarhöll NBA.

„Veir­an er al­var­leg og ætti að vera tekin alvarlega,” sagði Ew­ing í samtali við bandarísku fréttaveituna CNN.