Eitt smit greindist í gær - var ekki í sóttkví

23.05.2020 - 13:19
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist - Kr - RÚV
Einn greindist með kórónuveiruna í gær í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann var ekki í sóttkví. Nú er því þrír með virkan sjúkdóm en alls hafa 1.804 greinst með veiruna.

Um 500 sýni voru tekin hjá veirufræðideild Landspítalans og hjá Íslenskri erfðagreiningu.  Enginn er á sjúkrahúsi en nærri 900 í sóttkví. Alls hafa verið tekin 58.786 sýni sem gerir 16 prósent þjóðarinnar. 

Til stendur að slaka verulega á samkomutakmörkunum á mánudag þegar tveggja metra reglan verður valkvæð, líkamsræktastöðvar verða opnaðar og 200 en ekki 50 mega koma saman. Þá verður einnig síðasti upplýsingafundur almannavarna en þeir voru daglega á meðan farsóttin var í hámarki. 

 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi