Það sem að baki býr – Merete Pryds Helle

Mynd: forlagið / forlagið

Það sem að baki býr – Merete Pryds Helle

22.05.2020 - 15:25

Höfundar

„Það má segja að bókin sé stúdía á stöðu kvenna í gegnum allar þær breytingar sem verða þarna á sjöunda áratugnum,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi um bók vikunnar á Rás1, Það sem að baki býr eftir Merete Pryds Helle sem kom út í Danmörku árið 2016 og hlaut í kjölfarið fjölda viðurkenninga.

„Það er sagt frá stöðu kvenna í þeim breytingum sem verða þegar fólk flyst úr sveitinni í borgina,“ segir Magnea, en rætt var við hana um bókina í Víðsjá í vikunni.  „Aðalpersónan Marie, hún elst upp við sára fátækt og er vön því að vinna, og er alltaf að vinna  þó hún gangi í skóla, það kemur aldrei raunverulega til greina að hún stundi nám. Hún er hluti af þessari samfélagsbreytingu sem verður þarna upp úr stríði. Hún flytur til Kaupmannahafnar með manninum sínum og vinnur þar, hefur tekjur og félagsskap og svolitla sjálfsvirðingu en svo fær hann góða vinnu og þá er hún allt í einu orðin húsmóðir. Hún hefur allt í einu ofboðslega mikinn tíma sem ekkert fyllir og það leggst mjög þungt á hana, segir Magnea og bætir því við að í sögunni búi fegurð sem að mörgu leiti sé ljót. „En það er undirlyggjandi viss hlýja. Það er fólkið sem heldur þessu saman og það er vinátta og það er  ást, þetta er eins og lífið.“

Umsjónarmaður þáttarins er Auður Aðalsteinsdóttir og viðmælendur hennar  þau Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og Steinunn Stefánsdóttir blaðamaður.

Mynd: Mál og menning / Mál og menning