Óttast að ný lög þýði endalok Hong Kong

22.05.2020 - 00:25
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína · Stjórnmál
epa08433303 A volunteer wears a face mask while working at the June 4th Museum in Hong Kong, China, 20 May 2020. Lee Cheuk-yan, the organizer of the annual June 4th Vigil, called on the people of Hong Kong to light candles across the city to commemorate pro-democracy protesters killed in Beijing's Tiananmen Square in 1989 as the semi-autonomous region's government confirmed that the limit imposed on group gatherings of no more than eight people would be extended at least until the end of the day on 04 June. This year, the date marks the 31st anniversary of the Tiananmen Massacre, when the Chinese government declared martial law and sent the military to occupy central parts of Beijing to crush the student-led protests, killing hundreds (or thousands, according to various estimates) of demonstrators.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að ný lög sem kínversk stjórnvöld hyggjast ræða um á morgun marki endalok Hong Kong í núverandi mynd. Kínverska þingið ætlar að ræða lög sem banna uppreisnaráróður og niðurrifsstarfsemi. Meðmælendur frumvarpsins segja það nauðsynlegt til þess að stemma stigu við ofbeldisfullum mótmælum líkum þeim sem urðu í fyrra. Andstæðingar óttast á móti að lögin verði notuð til þess að hafa af þeim grundvallar réttindi. 

Síðan Bretar færðu Kínverjum stjórn á héraðinu árið 1997 hafa íbúar Hong Kong notið meira frelsis og fleiri réttinda en samlandar þeirra á meginlandinu. „Eitt ríki, tvö kerfi" hefur verið í gildi síðan þá. Í stjórnarskrá Hong Kong er grein þar sem segir að Hong Kong verði að gangast við lögum á borð við þau sem verða til umræðu á kínverska þinginu á morgun. Þar er kveðið á um bann við landráðum, tvískiptingu, uppreisnaráróðri og niðurrifsstarfsemi gagnvart kínversku stjórninni. Greinin hefur aldrei verið tekin í gildi af ótta við að frelsi og réttindi íbúa héraðsins skerðist. 

Samkvæmt samþykkt Breta og Kínverja frá 1997 kveður á um að Hong Kong verði að miklu leyti sjálfsstjórnarríki, nema í utanríkis- og varnarmálum, næstu 50 árin. Það ætti því að standa til ársins 2047. Landamæri þeirra, réttindi og lög eru því vernduð, þar á meðal lög um löggjafarsamkomu og málfrelsi.

Kínversk stjórnvöld geta þó beitt neitunarvaldi gegn hvers kyns lagabreytingum í héraðinum. Því hefur meðal annars verið beitt þegar Hong Kong vildi kjósa sér leiðtoga í beinum kosningum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV