Leikmenn ensku deildarinnar skimaðir í dag

epaselect epa07582025 Raheem Sterling (L) of Manchester City scores the 6-0 during the English FA Cup final between Manchester City and Watford at Wembley Stadium in London, Britain, 18 May 2019.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Leikmenn ensku deildarinnar skimaðir í dag

22.05.2020 - 10:20
Allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verða í dag skimaðir fyrir kórónaveirunni.

Á þriðjudaginn var greint frá því að sex smit greindust í deilinni í síðustu skimun. Á það við um leikmenn og starfsfólk félaga í efstu deild þar í landi. Þrír þeirra komu úr herbúðum Watford en fyrirliði liðsins, Troy Deeney, hefur neitað að mæta til æfinga með liðinu af ótta við smit. Adrian Mariappa, leikmaður Watford, og Ian Woan, þjálfari Burnley, hafa staðfest að þeir séu með veiruna. Þeir sex sem greindust í síðustu skimun eru nú í einangrun.

Skimanirnar eru liður í því að koma ensku deildinni aftur í gang en stefnt er að því um miðjan júní. Nokkrir leikmenn deildarinnar hafa nú þegar gagnrýnt það að hefja eigi deildina að nýju á meðan faraldurinn er enn í gangi. Rúmlega 36 þúsund hafa látið lífið úr COVID-19 síðan faraldurinn hófst.

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Þrír úr herbúðum Watford með kórónuveiruna

Fótbolti

Fyrirliði Watford neitar að mæta á æfingar

Fótbolti

„Ættum ekki einu sinni að vera tala um fótbolta“