Heilbrigðisstarfsfólk handtekið í París

22.05.2020 - 05:15
Medical staff demonstrate at the Robert Debre hospital Thursday, May 21, 2020 in Paris. French nurses and doctors demand better pay and a rethink of a once-renowned public health system that found itself quickly overwhelmed by tens of thousands of virus patients. (AP Photo/Francois Mori)
 Mynd: AP
Yfir fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn voru sektaðir í París í gær og þrír voru handteknir. Starfsfólkið var meðal rúmlega 400 lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem kröfðust meira fjárframlags til sjúkrahúsa í borginni. Lögreglan reyndi að tvístra hópnum og sagði hann ekki virða fjarlægðarmörk. Þeir sem neituðu að færa sig voru sektaðir um 135 evrur á staðnum, jafnvirði rúmlega 20 þúsund króna. 

Mótmælendurnir kröfðust launahækkunar og bættrar vinnuaðstöðu. Franskir fjölmiðlar greina frá því að sjúkrahúsið sem starfsfólkið vinnur hjá hafi þegar átt í fjárhagserfiðleikum áður en kórónuveirufaraldurinn brast á. Mótmælendur greindu frá því í ræðum að þeir væru látnir vinna of mikið, og lýstu ótta sínum yfir því að smitast af veirunni og smita aðra. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV