Ekkert nýtt smit greindist í gær

22.05.2020 - 13:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Rúnar Ingi Garðarsson - RÚV
Sýkla- og veirufræðideild Landspítala greindi 70 sýni vegna gruns um COVID-19 smit í gær. Ekkert þeirra  reyndist jákvætt og því ekkert nýtt smit. Eitt smit hefur greinst á landinu í rúmlega viku.

Tveir eru í einangrun vegna kórónaveirusmits, hvorugur þeirra er á sjúkrahúsi. Alls hafa 1.803 smit verið greind hérlendis frá upphafi faraldursins í 58.295 sýnatökum. 1.791 hefur náð bata en tíu létust. 

20.194 hafa lokið sóttkví en 886 er enn í sóttkví. Flestir þeirra sem eru í sóttkví búa á höfuðborgarsvæðinu, 489. Næst flestir búa á Suðurlandi, 109. Fæstir eru í sóttkví á Norðurlandi vestra, þar sem tíu eru í sóttkví.

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir