84 látnir af völdum Amphan

21.05.2020 - 12:24
Erlent · Hamfarir · Asía · Veður
epa08435236 Family members stand among the debris of their destroyed home after after Cyclone Amphan made landfall, in Bokkhali village near the Bay of Bengal, India, 21 May 2020. The Odisha government and Bengal government are considering a mass evacuation of the area.  EPA-EFE/PIYAL ADHIKARY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fellibylurinn Amphan, sem gekk yfir austurhluta Indlands og Bangladess í gærkvöld, varð að minnsta kosti 84 að bana. Þúsundir hafa misst heimili sín.

Að sögn hjálparstarfsmanna hefur Vestur-Bengalhérað orðið verst úti þar sem bylurinn hefur nánast lagt allt í rúst - brýr, tré og hús. Þá hefur víða orðið rafmagnslaust.

Í Bangladess hefur suðurströndin, sem liggur að Bengalflóa, orði illa úti. Tíu hafa látist þar af völdum bylsins. Dregið hefur úr styrk bylsins og er hann nú aðeins hitabeltisstormur. Hins vegar hafa miklar rigningar fylgt honum og því hætta á flóðum þar sem hann hefur farið yfir. 
 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV