Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hlé gert á leit vegna veðurs

20.05.2020 - 15:56
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Leit stendur enn yfir að skipverja sem talið er að hafi farið í sjóinn af netabáti á Vopnafirði í fyrradag. Aðstæður til leitar voru góðar í morgun en versnuðu lítillega um hádegisbil vegna vinds. Hlé var gert á leit á sjó um tvöleytið en fjörur eru enn gengnar. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að fljótlega verði tekin ákvörðun um framhald leitar í dag en það ræðst af veðri.

Gert er ráð fyrir að leit haldi áfram á morgun með svipuðu sniði og í dag. 

Í gær leituðu björgunarsveitir af Norðaustur- og Austurlandi ásamt flugvél gæslunnar. Í dag sinna björgunarsveitin Vopni og slysavarnafélagið Sjöfn leitinni.