Fara tvisvar yfir leitarsvæðið í Vopnafirði í dag

20.05.2020 - 12:06
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Leit stendur enn að skipverja sem talið er að hafi farið í sjóinn af netabáti í Vopnafirði í fyrradag. Í gær leituðu björgunarsveitir af Norðaustur- og Austurlandi ásamt flugvél gæslunnar.

Í dag sinna björgunarsveitin Vopni og slysavarnafélagið Sjöfn leitinni og stefna að því að fara tvisvar yfir leitarsvæðið sem nær yfir allan Vopnafjörð. Notast verður við slöngubát, sjóþotur og verða fjörur gengnar.