Áfram lokuð landamæri við Bandaríkin

20.05.2020 - 03:46
FILE - In this April 10, 2000, file photo, a marker embedded in the pavement marks the imaginary line between the United States and Mexico at the San Ysidro border checkpoint between San Diego, Calif., and Tijuana, Mexico. The rare conjunction of two
 Mynd: AP
Lokun landamæra Bandaríkjanna að Kanada og Mexíkó verður fram haldið til 22. júní hið minnsta. Heimavarnarráðuneytið greindi frá þessu í gærkvöld. Aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa að komast yfir landamærin fá að fara. Landamærin hafa verið lokuð í tvo mánuði, síðan 20. mars. Lokunin er endurskoðuð á 30 daga fresti. 

Chad Wolf, starfandi heimavarnarráðherra, segir Bandaríkin hafa verið í samráði við stjórnvöld bæði í Kanada og Mexíkó. Þau hafi verið sammála þessum ferðahömlum á meðan kórónuveirufaraldurinn ríður yfir. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi