Undrakötturinn Mjánúel Neuer ver allt

Mynd með færslu
 Mynd: Twitter - Skjáskot Twitter

Undrakötturinn Mjánúel Neuer ver allt

19.05.2020 - 13:00
Að margra mati er Þjóðverjinn Manuel Neuer besti markvörður heims. Aðrir myndu telja að köttur nokkur á Englandi slái honum við. Enda ber hann nafnið Mjánúel Neuer.

Youtube-stjarnan Chris Dixon á köttinn Mjánúel Neuer, Meownuel upp á enska tungu. Dixon er hluti af Sidemenhópnum sem hefur notið hylli yngri kynslóðarinnar. Fótboltaáhugi hópsins er mikill og það hefur smitast í nafngift kattar Dixon.

Það er óhætt að segja að Mjánúel beri nafn með rentu. Dixon birti myndskeið á Twitter í gær þar sem ótrúlegir loftfimleikar Mjánúels eru til sýnis. Til að gera langa sögu stutta nær Dixon ekki að koma boltanum framhjá Mjánúel, jafnvel þótt hann beiti brögðum. 

Sjón er sögu ríkari.