Mikill reykur í íbúð í fjölbýlishúsi

Slökkviliðsbíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Mynd úr safni. Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 108 í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöld. Í dagbók lögreglu kemur fram að búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang. Upptök eldsins voru í uppþvottavél og var mikill reykur í íbúðinni. Slökkvilið reykræsti íbúðina.

Um klukkan hálf níu í gærkvöld fékk lögregla tilkynningu um að mikla fíkniefnalykt hafi borist frá íbúð í fjölbýlishúsi. Íbúi þar er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu segir að hann hafi framvísað ætluðum fíkniefnum. 

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi