Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Chileskir þingmenn í sóttkví

19.05.2020 - 14:46
epa08422965 Military with facial masks make a control to the citizens who enter the Vega Central, the main food market in Santiago, Chile, 14 May 2020.  EPA-EFE/Alberto Valdés
Íbúar Santíagó mega einungis fara út til að verða sér úti um brýnnustu nauðsynjar. Mynd: EPA-EFE - EFE
Um það bil helmingur fimmtíu þingmanna í efri deild þingsins í Chile er í sóttkví eftir að hafa umgengist að minnsta kosti þrjá þingmenn sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Fjórir ráðherrar eru einnig í sóttkví, þar á meðal fjármálaráðherrann, Ignacio Briones. Enginn þeirra hefur smitast samkvæmt fyrstu sýnatöku.

Stjórnvöld fyrirskipuðu algert útgöngubann í höfuðborginni Santíagó í síðustu viku. Alls hafa greinst 46 þúsund veirusmit í landinu, þar af átta af hverjum tíu í höfuðborginni. Hátt í fimm hundruð hafa látist af völdum COVID-19 í Chile til þessa.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV