Fimmtán ákærðir í Hong Kong

18.05.2020 - 10:08
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína
epa08428935 Former pro-democracy lawmaker Martin Lee (C) arrives at the West Kowloon Magistrates' Court in Hong Kong, China, 18 May 2020. Lee is among the 15 leading Hong Kong opposition figures facing illegal assembly charge related to a banned anti-government march on 31 August 2019.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
Martin Lee á leið í réttarsal í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Fimmtán voru í morgun ákærðir fyrir þátttöku í ólöglegum mótmælum lýðræðissinna í Hong Kong á síðasta ári. Fimm þeirra eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist.

Meðal ákærðra er lögmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Martin Lee, sem tók þátt í að skrifa stjórnarskrá Hong Kong, en hann er á níræðisaldri. Einnig er í þessum hópi blaðaútgefandi, fjórir fyrrverandi þingmenn og einn núverandi. Að lokinni birtingu ákæra var fólkinu sleppt gegn tryggingu.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV