Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Beðið í röðum eftir því að komast í miðnætursund

18.05.2020 - 00:11
Beðið eftir að því að komast í sund þegar  sundlaugar reykjavíkur opnuðu á miðnætti eftir tveggja mánaða lokun í kórónuveirufaraldrinum
 Mynd: Birgir Þór Harðarsson - RÚV
Nú á miðnætti máttu sundlaugar opna dyr sínar að nýju. Þær hafa verið lokaðar í um tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Að því tilefnið opnuðu sundlaugarnar á höfuðborgarsvæðinu nú á miðnætti og verða opnar samfleytt til tíu annað kvöld. Minnst fimmtíu manns stóðu í röð við Vesturbæjarlaug rétt fyrir tólf og náði hún fram eftir götu.

Því má búast við að sundþyrstir Reykvíkingar séu þegar byrjaði að streyma inn til þess að taka nokkur sundtök og liggja í pottunum.

Steinþór Einarsson, rekstrarstjóri ÍTR, sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir miðnætti að allt væri til reiðu og sóttvarnir klárar. Þá hafi ekki verið erfitt að manna næturvaktirnar í sundlaugunum.