Nú á miðnætti máttu sundlaugar opna dyr sínar að nýju. Þær hafa verið lokaðar í um tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.
Að því tilefnið opnuðu sundlaugarnar á höfuðborgarsvæðinu nú á miðnætti og verða opnar samfleytt til tíu annað kvöld. Minnst fimmtíu manns stóðu í röð við Vesturbæjarlaug rétt fyrir tólf og náði hún fram eftir götu.