Tveir dælubílar og tankbíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út nú á tólfta tímanum vegna gróðurelda við Þorláksgeisla í Grafarholti.
Búið var að ráða niðurlögum eldsins rétt fyrir tólf. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var þá unnið í því að gleyta upp í gróðrinum svo kvikni ekki aftur í.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur þá þurft að ráða niðurlögum þriggja gróðurelda í dag. Fyrst var það kallað út í Skammadal í Mosfellsbæ. Einnig var lítill gróðureldur, um fimmtán fermetrar, í Stekkjabakka