Venesúelski herinn handtók 36 manns við landamærin

15.05.2020 - 01:55
epa08423198 A handout photo made available by Miraflores press shows Venezuelan President Nicolas Maduro addressing members of his government cabinet, in Caracas, Venezuela, 14 May 2020. According to media reports, Maduro alleged that there are new mercenary groups that have been formed in Colombia, such as those that participated in a failed maritime attack on 03 May in which, according to the Government, eight people died.  EPA-EFE/MIRAFLORES PRESS HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - MIRAFLORES PRESS
Hersveitir Venesúela handtóku 36 manns við Kólumbísku landamærin í dag. Hópurinn er sakaður um að eiga hlut í samsæri um að steypa Nicolas Maduro, forseta Venesúela, af stóli.

Vladimir Padrino, varnarmálaráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi að mennirnir 36 væru liðhlaupar úr venesúelska hernum. Þeir voru gripnir við það að reyna að komast inn í landið frá Kólumbíu. 

Segja hópinn tengjast misheppnaðri innrás

Hann sakaði tjáða liðhlaupa um eiga hlut í samsæri um að reyna að steypa Maduro af stóli og koma andstæðingi hans, Juan Guaido, til valda. Þeir væru þess vegna grunaðir um að tengjast nýlegri misheppnaðri innrás í landið og tilraun til að nema forsetann á brott úr forsetahöllinni. Nú hafa því alls yfir níutíu manns verið teknir fastir af venesúelskum yfirvöldum vegna málsins, þar af tveir Bandaríkjamenn.