Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Stjórn Netanjahús og Gantz tekur við í dag

14.05.2020 - 03:18
epa08248762 A combo photo showing Leader of the Blue and White political alliance, and former Israeli army chief of staff, Benny Gantz (R) and Israeli prime minister Benjamin Netanyahu (L) speaking at a conference in kibbutz Kiryat Anavim, near Jerusalem, Israel, 26 February 2020. Israel will held general elections on 02 March.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Benjamin Netanyahu (t.v.) og Benny Gantz. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ný ríkisstjórn Benjamíns Netanhajús og Benny Gantz tekur við völdum í Ísrael í dag. Ríkisstjórnin var ekki auðmynduð en kosið var í Ísrael fjórum sinnum síðastliðið ár eftir að stjórnarmyndunartilraunir misheppnuðust endurtekið. Netanjahú tekur fyrst við forsætisráðherrastóli, en samkvæmt samkomulagi tekur Gantz síðan við því embætti eftir hálft annað ár.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var í Ísrael í gær og fundaði með Gantz og Netanjahú um fyrirætlanir um að innlima landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Samkvæmt sáttmála nýrrar Ísraelsstjórnar verður farið að huga að undirbúningi þess fyrsta júlí.

Samkvæmt fréttastofu Al Jazeera lagði Pompeo sérstaka áherslu á að aðgerðir Ísrael myndu stemma við stefnu Trump Bandaríkjaforseta um Miðausturlönd þar sem grænt ljós er gefið á innlimun landtökubyggðanna.

Þessi stefna hefur þótt ógna möguleikum á tveggja ríkja lausn á milli Ísrael og Palestínu, en Vesturbakkinn er í eigu Palestínumanna. Al Jazeera hefur eftir Saeb Erekat, aðalsamningamanni Palestínumanna, að Pompeo gerði enga tilraun til að hafa samband við Palestínu fyrir heimsóknina. Hann lýsti því þá að ríkisstjórn Trumps sé með þessu að jarða réttindi Palestínsku þjóðarinnar í samstarfi við Ísrael.

Landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum hafa verið dæmdar sem brot á alþjóðalögum í fjölmörgum ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem þær fara í bága við fjórða Genfarsáttmálann.