Samdráttur í Bretlandi og markaðir á niðurleið

13.05.2020 - 07:47
epa05966399 (FILE) - A file photograph showing the sign for the London Stock Exchange (LSE) during trading in London, Britain, 09 November 2016. Media reports on 15 May 2017 state that (Financial Times Stock Exchange) FTSE 100 share index finished the day at an all-time record high, boosted by rising commodity prices.  EPA/WILL OLIVER
 Mynd: EPA - RÚV
Talsverðar lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu við opnun þeirra í morgun. Ástæðan er rakin til ótta fólks við að önnur bylgja kórónuveirunnar kunni að skella á og upplýsingar um að landsframleiðsla í Bretlandi hafi dregist saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins.

Breska FTSE vísitalan lækkaði um rúmt prósent í morgun, þýska DAX vísitalan lækkaði um 1,5 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 1,4 prósent. Kórónuveiran virðist ekki hafa hafa haft jafn þung áhrif á hagkerfið í Bretlandi og í Frakklandi og á Ítalíu. Landsframleiðslan í Frakklandi dróst saman um 5,8 prósent á fyrsta fjórðungi en 4,7 prósent á Ítalíu. 

Sérfræðingar bresku hagstofunnar segja að langflestir atvinnuvegir hafi orðið fyrir barðinu á veirufaraldrinum. Veruleg lækkun hafi orðið í þjónustugreinum og iðnaði og menntastofnanir, bílasölur og veitingastaðir hafi einnig tapað miklum tekjum Tekjur jukust einkum hjá tilteknum hugbúnaðarfyrirtækjum og framleiðendum lyfja og hreinlætisvara. 
 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV