Mannfall meira í Kabúl en talið var

13.05.2020 - 10:01
epa08418720 An Afghan armed man stands guard as people attend the burial ceremony of a deceased pregnant woman a day after the complex attack at MSF (Doctors without Borders) hospital, in Kabul, Afghanistan, 13 May 2020. According to reports, at least 15 people were killed and 16 others injured including women and newborn babies when the Gunmen entered the MSF clinic in Kabul.  EPA-EFE/JAWAD JALALI
Öryggisvörður við útför í Kabúl í morgun þar sem borin var til grafar kona sem lét lífið í árásinni í gær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tuttugu og fjórir létu lífið og sextán særðust í árásinni á sjúkrahúsið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Varaheilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu í morgun, en áður höfðu stjórnvöld sagt að fjórtán hefðu fallið í árás hryðjuverkamanna á sjúkrahúsið.

Engir hafa lýst árásinni á hendur sér, en Ashraf Ghani, forseti Afganistan, kennir bæði Talibönum og samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki um árásina. Íslamska ríkið segist hins vegar hafa staðið á bak við sjálfsvígsárás við jarðarför í austurhluta landsins í gærmorgun þar sem að minnsta kosti tuttugu og fjórir syrgjendur létu lífið.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi