Twitter merkir misvísandi færslur um COVID-19

12.05.2020 - 01:20
epa03939699 A passer-by photographs the Twitter logo on the outside of the New York Stock Exchange building in New York City, New York, USA 07 November 2013. Shares in the company Twitter (TWTR) began trading on the NYSE at a price of 26 US Dollars (19.23
 Mynd: EPA
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter ætla í nánustu framtíð að merkja og vara við færslum sem innihalda misvísandi eða rangar upplýsingar um COVID-19. Þetta kom fram í tilkynningu frá Twitter í gær.

Hlekk verður bætt við misvísandi færslur. Með því að smella á hlekkinn opnast síða með viðurkenndum upplýsingum um faraldurinn og hvernig best er talið að halda aftur af honum. Séu færslurnar hins vegar beinlínis rangar eða fela í sér hættulegar upplýsingar er viðvörunarstimpill settur yfir hana. Þar segir að hluti upplýsinga, eða allar upplýsingarnar í viðkomandi færslu séu ekki í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisstofnana. Bæði er hlekkur á opinberar upplýsingar um faraldurinn, og eins hægt að lesa færsluna. Í allra verstu tilvikum er færslan fjarlægð af miðlinum. 

Fjöldi misvísandi upplýsinga hefur birst um kórónuveirufaraldurinn til þessa, bæði um lækningu við honum og samsæriskenningar um uppruna hennar og tilgang. 

Færslur á Facebook þar sem birtar eru misvísandi upplýsingar um faraldurinn eru einnig merktar. Þá kvaðst Youtube í síðasta mánuði ætla að birta upplýsingaborða vegna veirunnar á myndböndum sínum, að sögn Al Jazeera

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi