Ætluðu að ná Maduro úr forsetahöllinni

epa08406213 Handout photo made available by the Miraflores press of the Venezuelan President Nicolas Maduro showing the passports of the two Americans detained in Venezuela during a press conference held by ministers and the military high command, in which ambassadors participate by videoconference and journalists, in Caracas, Venezuela, 06 May 2020. Luke Denman, one of two Americans detained in Venezuela over a thwarted maritime attack, said Wednesday that he had orders to take control of the airport near Caracas to send President Nicolas Maduro to the United States.  EPA-EFE/Miraflores press HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Miraflores press
Annar bandarísku málaliðanna sem var handtekinn í Venesúela segir þá hafa ætlað að nema forsetann Nicolas Maduro á brott, hvað sem það kostaði. Hugmyndin var að ryðjast inn í forsetahöllina, sem jafnan er vel gætt, og koma Maduro einhvern veginn undan. 

Myndbandsupptaka af játningu Airan Berry var sýnd í ríkissjónvarpi Venesúela í gær. Hann var meðal nokkurra manna sem sigldu til Venesúela fyrr í vikunni á tveimur trillum. Ásamt honum var Luke Denman handtekinn. Þeir eru báðir fyrrverandi hermenn. Aðspurður í myndbandsupptökunni kvaðst Berry ekki viss hvernig þeir ætluðu að koma Maduro út úr forsetahöllinni. Aðgerðin virðist því ekki hafa verið þaulskipulögð miðað við orð hans. Stefnan var tekin á að koma Maduro á herflugvöllinn La Carlota, þaðan sem átti að fljúga Maduro úr landi. Berry sagðist telja að flogið yrði með hann til Bandaríkjanna. 

Þekkt lygamerki

Degi áður birtist upptaka af játningu Denmans í ríkissjónvarpinu. Þar sagðist hann hafa talið sig vera að gera venesúelsku þjóðinni greiða og færa henni aftur vald yfir ríkinu. Wall Street Journal hefur eftir Ephraim Mattos, fyrrum sjóliða í Bandaríkjaher sem þekkir vel til Denmans, að Denman hafi gefið augljós merki þess að hann væri að segja ósatt í upptökunni. Mattos segir hann hafa fært augun snögglega frá skjánum, sem sé skýrt lygamerki sem hermönnum í sérsveit Bandaríkjahers er kennt að gera. 

Maduro greindi fyrst frá handtöku mannanna á þriðjudag. Hann sakaði mennina um að vera málaliða senda af Bandaríkjastjórn. Þeir Donald Trump Bandaríkjaforseti og utanríkisráðherrann Mike Pompeo neituðu því báðir.