Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist í 28 prósent í lok apríl, þar af eru rúm sextán prósent skráð í hlutabótaleið. Hlutfallið á Suðurnesjum öllum er örlítið lægra og mældist atvinnuleysi 25,2 prósent í lok apríl. Þar af eru 14,4 prósent á hlutabótaleiðinni.