Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Atvinnuleysið mældist 28% í lok apríl

Mynd með færslu
Reykjanesbær. Mynd úr safni. Mynd:
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist í 28 prósent í lok apríl, þar af eru rúm sextán prósent skráð í hlutabótaleið. Hlutfallið á Suðurnesjum öllum er örlítið lægra og mældist atvinnuleysi 25,2 prósent í lok apríl. Þar af eru 14,4 prósent á hlutabótaleiðinni.

Þetta kemur fram í fundargerð menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, síðan í gær. Þar segir jafnframt að þessar tölur séu mjög breytilegar vegna hlutastarfaleiðar og uppsagna.

Vegna ástandsins í ferðaþjónustu af völdum kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi aukist hratt enda margir Suðurnesjamenn sem vinna á Keflavíkurflugvelli og í störfum tengdum ferðamönnum.

Í lok mars var atvinnuleysi í Reykjanesbæ 15,6 prósent. Í Grindavík var atvinnuleysið 8,29 prósent í lok mars, í Vogum 11,07 prósent og í Suðurnesjabæ mældist það 12,38 prósent.