Sinubruni á Kjalarnesi

05.05.2020 - 15:42
Mynd: Haukur Holm / RÚV
Eldur kviknaði í gróðri á Kjalarnesi síðdegis í dag. All nokkur reykur steig upp og sást víða að. Eldurinn logaði við ströndina, fyrir neðan meðferðarheimilið Vík.

Haukur Holm fréttamaður er á staðnum. Hann segir að talsverðan reyk leggi frá eldinum. Í það minnsta þrír slökkviliðsbílar eru á staðnum og reyna slökkviliðsmenn að vinna á eldinum. 

Eldurinn er niðri við sjó en nær lítt inn til lands. Engir vegir eru næst eldinum og þurfa slökkviliðsmenn því að bera búnað sinn nokkra leið að staðnum þar sem gróðureldarnir loga.

Uppfært 18:23 Eldurinn var slökktur síðdegis.

Mynd með færslu
 Mynd: Brynja Huld Óskarsdóttir
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV