Lögreglumenn funduðu í 10 tíma hjá ríkissáttasemjara

05.05.2020 - 15:18
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson/R
Landsamband lögreglumanna og samninganefnd ríkisins funduðu í tíu tíma hjá ríkissáttasemjara í gær. Ekki náðist þó að klára samingaviðræðurnar.

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fundurinn hafi verið góður. Það þokist í samkomulagsátt í þessum erfiðu viðræðum og þeim atriðum sem eru til umræðu hafi fækkað.

Ekki hefur verið boðaður nýr fundur í deilunni en Aðalsteinn gerir þó ráð fyrir að það verði í vikunni. 

Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í rúmlega ár. 

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi