Neyðarráðstafanir líklega framlengdar í Japan

30.04.2020 - 08:40
Erlent · Asía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran
epa08368795 Tokyo metropolitan government employees wearing protective face masks hold placards calling for passerby to stay home after the government announced the nationwide state of emergency due to the coronavirus (COVID-19) outbreak, at Kabukicho entertainment and red-light district in Tokyo, Japan 17 April 2020. Tokyo recorded 201 new cases of infection by the coronavirus bringing the total number of cases in the Japanese capital close to 2800. On 17 April, Japanese Prime Minister Shinzo Abe asked the population to stay home to fight the spread of the coronavirus.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
Japanar eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima. Mynd: EPA-EFE - EPA
Líklegt er að Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, framlengi neyðarráðstafanir sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins um mánuð til viðbótar. Japanskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.

Neyðarástandi var lýst yfir sjö héruðum Japans 7. apríl eftir að kórónuveirusmitum fór að fjölga verulega og voru þær ráðstafanir síðan víkkaðar út til alls landsins.

Gildistími þessara ráðstafana rennur út í næstu viku, en fjölmiðlar segja líklegt að þeim verði haldið áfram, annað hvort út maí eða til 6. júní. 

Abe sagði á þingi í gær að japanska heilbrigðiskerfið ætti fullt í fangi með glímuna við farsóttina. Áfram blasti við alvarleg staða.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi