Murray hafði betur gegn Nadal

epa05133670 Andy Murray of the United Kingdom reacts during play against Milos Raonic of Canada on day twelve of the Australian Open tennis tournament in Melbourne, Australia, 29 January 2016.  EPA/LUKAS COCH AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Andy Murray er kominn í úrslit í Wimbledon mótsins. Mynd: EPA - AAP

Murray hafði betur gegn Nadal

29.04.2020 - 08:45
Þrátt fyrir að keppni í tennis fari ekki af stað fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júlí hafa bestu tennisspilarar heims fundið leið til að skemmta heimsbyggðinni.

32 bestu tennisspilarar heims, 16 konur og 16 karlar, eigast nú við á Virtual Madrid Open. Mótið er vissulega óhefðbundið þar sem keppt er í PlayStation 4. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram þar sem aðeins atvinnumenn í tennis eigast við. Um er að ræða útsláttarkeppni þar sem keppt er um titilinn í karla- og kvennaflokki. Verðlaunafé mótsins eru 150 þúsund evrur en sigurvegararnir munu gefa verðlaunaféð til þeirra tennisspilara sem eiga í erfiðleikum fjárhagslega vegna heimsfaraldursins en flestir atvinnumenn, sem ekki eru með stóra styrktarsamninga, eru í vandræðum eftir að öllum mótum var aflýst eða frestað.

Í gær mættust tveir af þeim allra bestu, Bretinn Andy Murray og Spánverjinn Rafael Nadal. Þrátt fyrir að Nadal sitji í þriðja sæti heimslistans átti hann enga möguleika gegn Murray sem vann hann örugglega 3-0 og Nadal þar með úr leik á Virtual Madrid Open. Murray mætir Þjóðverjanum Alexander Zverev í næstu umferð í dag.